Skjálftahrina við Eldey

Stærsti skjálftinn mældist rúm 3 stig í gærkvöldi.
Stærsti skjálftinn mældist rúm 3 stig í gærkvöldi.

Nokkrir jarðskjálftakippir hafa mælst við Eldey og Geirfuglasker suðvestur af Reykjanesskaga frá í gærkvöldi. Hrinan hófst með jarðskjálfta upp á 3,1 stig um tíuleytið í gærkvöldi.

Síðan þá hafa mælst nokkrir skjálfta á svipuðum slóðum, á bilinu 1,6-2,7 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er um alvanalegt skjálftasvæði að ræða sem menn þar á bæ kippa sér ekki upp við, enn sem komið er.

Lítil skjálftavirkni hefur verið á gosstöðvunum í Eyjafjallajökli og gosið mallar áfram, eins og það er orðað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert