Flugvellir að opnast

Leifsstöð hefur verið nánast mannlaus síðustu sólarhringana.
Leifsstöð hefur verið nánast mannlaus síðustu sólarhringana.

Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík verða opnaðir núna klukkan tíu. Flugsamgöngur ættu því að fljótlega að komast í eðlilegt horf, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Isavia rekur flugvellina báða.

Innanlandsflug hefur legið niðri síðustu sólarhringa og millilandaflug hefur farið í gegnum flugvöllinn á Akureyri. Spár um öskufall gerðu ráð fyrir að vellirnir tveir sunnanlands myndu opnast kl. 18 en spárnar reyndust hins vegar hagstæðari en vænst var og því fer flugið fyrr af stað.

Flugfélag Íslands byrjar flug dagsins nú klukkan tíu og stefnir á Akureyri, Ísafjörð og Egilsstaði. Flugi til Vestmannaeyja og Kulusuk hefur hins vegar verið aflýst vegna öskufalls. „Nokkrir biðlistar hafa safnast upp meðan flug hefur legið niðri síðustu daga. Ég geri samt ráð fyrir að flugið verði komið á áætlun upp úr hádegi,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands í samtali við mbl.is

Flugið er aftur að komast á rétt ról.
Flugið er aftur að komast á rétt ról. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert