Fréttaskýring :Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps

mbl.is/ÞÖK
Forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu sumarsins vegna frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi. Verði frumvarpið að lögum á næstunni fer í gang ferli umsagna og ákvarðanatöku, sem Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir aðspurður að geti tekið um tvo mánuði með frátöfum frá veiðum í jafnlangan tíma.

Þá yrði lítið eftir af sumrinu og hann hefur því ekki enn sem komið er gefið endanleg svör um sumarvinnu við hvalinn. Til stóð að ráða um 150 manns og látlaust er hringt af fólki sem falast eftir vinnu. „Staðan er hins vegar svo óljós að ég get ekki gefið fólki ákveðin svör og hef frestað því að setja skipin í slipp,“ segir Kristján.

Frumvarpið kom inn í þingið um 20. apríl og segir Kristján að það hafi komið löngu eftir að frestur til að skila inn frumvörpum hafi verið liðinn. Frumvörp eigi að vera komin inn fyrir 1. apríl og því sé um klárt brot á þingsköpum að ræða. Mælt hafi verið fyrir því 26. apríl. Þingstörf séu í gangi þessa viku og umsögnum um frumvarpið eigi að skila í síðasta lagi á föstudag, 14. maí. Í næstu viku séu áætlaðir þingfundir í tvo daga og nefndarfundir í aðra tvo. Þingið fari í frí vegna hvítasunnu og sveitarstjórnarkosninga, en þingið starfi síðan til 15. júní.

Mikil kerfisvinna

„Ef við færum út 7. eða 8. júní og þingið samþykkti þessi lög í þeirri viku værum við þar með búnir að missa öll okkar leyfi og yrðum að halda til hafnar,“ segir Kristján. „Þá færi í gang mikil kerfisvinna og ferli sem tæki varla minna en tvo mánuði. Það hefur lítið upp á sig að ráða 150 manns í vinnu meðan allt er í uppnámi og þessi óvissa hangandi yfir.“

Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða fyrst árið 1947 og síðan ótímabundið leyfi árið 1959. Nú er hins vegar hugmyndin að gefa út hvalveiðileyfi til tveggja ára í senn. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, gaf á sínum tíma út kvóta til fimm ára, árin 2009-2013, og var kvótinn ákveðinn 150 dýr á ári í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Hvalur hf. hefði mátt veiða 175 hvali í ár, en heimilt er að geyma 20% kvótans á milli ára.

Erfitt umhverfi

„Samkvæmt þessu frumvarpi ætla þeir að gefa út leyfi til hvalveiða til tveggja ára í senn og fella úr gildi gamla leyfið okkar,“ segir Kristján. „Það er allt annað en almennt gerist í sjávarútvegi, þar sem fyrirtæki hafa veiðileyfi og síðan afnotarétt af hlutdeild í heildarkvótanum. Menn vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga á hverju ári. Í okkar tilviki á að ráðskast með þetta annað hvert ár og ættu flestir að sjá að mjög erfitt er að vinna í slíku umhverfi.

Mér sýnist að stjórnarflokkarnir báðir séu að æfa sig á okkur með þessu og síðan ætli þeir að koma þessu fyrirkomulagi yfir á sjávarútveginn í heild sinni, því þeir sjá að þessi fyrningarleið þeirra gengur ekki upp. Þetta er eilíf ráðstjórn og skólabókardæmi um þessa fínu stjórnsýslu sem þetta lið er alltaf að mala um. Á sama tíma er allt á leið í kaldakol í atvinnulífinu,“ segir Kristján Loftsson.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...