Fréttaskýring :Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps

mbl.is/ÞÖK
Forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu sumarsins vegna frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi. Verði frumvarpið að lögum á næstunni fer í gang ferli umsagna og ákvarðanatöku, sem Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir aðspurður að geti tekið um tvo mánuði með frátöfum frá veiðum í jafnlangan tíma.

Þá yrði lítið eftir af sumrinu og hann hefur því ekki enn sem komið er gefið endanleg svör um sumarvinnu við hvalinn. Til stóð að ráða um 150 manns og látlaust er hringt af fólki sem falast eftir vinnu. „Staðan er hins vegar svo óljós að ég get ekki gefið fólki ákveðin svör og hef frestað því að setja skipin í slipp,“ segir Kristján.

Frumvarpið kom inn í þingið um 20. apríl og segir Kristján að það hafi komið löngu eftir að frestur til að skila inn frumvörpum hafi verið liðinn. Frumvörp eigi að vera komin inn fyrir 1. apríl og því sé um klárt brot á þingsköpum að ræða. Mælt hafi verið fyrir því 26. apríl. Þingstörf séu í gangi þessa viku og umsögnum um frumvarpið eigi að skila í síðasta lagi á föstudag, 14. maí. Í næstu viku séu áætlaðir þingfundir í tvo daga og nefndarfundir í aðra tvo. Þingið fari í frí vegna hvítasunnu og sveitarstjórnarkosninga, en þingið starfi síðan til 15. júní.

Mikil kerfisvinna

„Ef við færum út 7. eða 8. júní og þingið samþykkti þessi lög í þeirri viku værum við þar með búnir að missa öll okkar leyfi og yrðum að halda til hafnar,“ segir Kristján. „Þá færi í gang mikil kerfisvinna og ferli sem tæki varla minna en tvo mánuði. Það hefur lítið upp á sig að ráða 150 manns í vinnu meðan allt er í uppnámi og þessi óvissa hangandi yfir.“

Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða fyrst árið 1947 og síðan ótímabundið leyfi árið 1959. Nú er hins vegar hugmyndin að gefa út hvalveiðileyfi til tveggja ára í senn. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, gaf á sínum tíma út kvóta til fimm ára, árin 2009-2013, og var kvótinn ákveðinn 150 dýr á ári í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Hvalur hf. hefði mátt veiða 175 hvali í ár, en heimilt er að geyma 20% kvótans á milli ára.

Erfitt umhverfi

„Samkvæmt þessu frumvarpi ætla þeir að gefa út leyfi til hvalveiða til tveggja ára í senn og fella úr gildi gamla leyfið okkar,“ segir Kristján. „Það er allt annað en almennt gerist í sjávarútvegi, þar sem fyrirtæki hafa veiðileyfi og síðan afnotarétt af hlutdeild í heildarkvótanum. Menn vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga á hverju ári. Í okkar tilviki á að ráðskast með þetta annað hvert ár og ættu flestir að sjá að mjög erfitt er að vinna í slíku umhverfi.

Mér sýnist að stjórnarflokkarnir báðir séu að æfa sig á okkur með þessu og síðan ætli þeir að koma þessu fyrirkomulagi yfir á sjávarútveginn í heild sinni, því þeir sjá að þessi fyrningarleið þeirra gengur ekki upp. Þetta er eilíf ráðstjórn og skólabókardæmi um þessa fínu stjórnsýslu sem þetta lið er alltaf að mala um. Á sama tíma er allt á leið í kaldakol í atvinnulífinu,“ segir Kristján Loftsson.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...