Senda öskusýni til flugfélaga og framleiðenda

Ármann Höskuldsson við eina gjóskugildru á Sólheimaheiði ásamt Þorsteini Jónssyni.
Ármann Höskuldsson við eina gjóskugildru á Sólheimaheiði ásamt Þorsteini Jónssyni. mbl.is/Kristinn

Flugfélög og flugvélaframleiðendur eru mikið farnir að setja sig í samband við íslenska jarðvísindamenn, til þess að óska eftir öskusýnum og upplýsingum um öskuna úr Eyjafjallajökli.

Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings eru fyrirtækin að gera rannsóknir á öskunni og jafnvel prófanir með því að keyra hana í gegnum þotuhreyfla. Sum hafa eingöngu beðið um nokkur grömm af ösku en Ármann segir nokkur fyrirtæki hafa beðið um allnokkur kíló.

Sjá nánar um eldgosið, áhrif þess og afleiðingar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert