Íslensk kona dæmd í New York

Linda Björk Magnúsdóttir.
Linda Björk Magnúsdóttir.

Íslensk kona, Linda Björk Magnúsdóttir, hefur verið dæmd í New York ríki í Bandaríkjunum í  21 mánaðar fangelsi fyrir að hafa komist ólöglega til Bandaríkjanna og fyrir að hafa flúið dómhús eftir að hún var handtekin vegna fyrra brotsins. 

Í fréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir lögmanni Lindu Bjarkar, að hún sé ósátt við dóminn og telji hann full þungan. Linda Björk hefur setið í varðhaldi frá því hún var handtekin í nóvember og henni verður væntanlega vísað frá Bandaríkjunum strax að afplánun lokinni.

Linda Björk var handtekin í Plattsburgh í New York þegar hún kom inn í landið, í gegnum landmærin við Kanada. Hún var flutt í dómhús en tókst að sleppa þaðan út meðan hún beið eftir því að vera leidd fyrir dómara. Hún var síðan handtekin í verslun í Plattsburgh átta stundum síðar í kjölfar umfangsmikillar leitar lögreglu.

Bandarískir fjölmiðlar sögðu, að Lindu Björk hefði verið vísað úr landi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og síðan verið meinað að koma inn í landið á nýjan leik.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert