Umtalsvert tjón fyrir Glitni

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. mbl.is/Golli

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að rannsókn fjármálarannsóknarfyrirtækisins Kroll hafi afhjúpað óeðlilegar ráðstafanir sem leitt hafa til umtalsverðs tjón fyrir bankann. Þetta kom fram á blaðamannafundi Glitnis sem nú stendur yfir.

Að sögn Steinunnar var farið yfir tölvupósta allra þeirra sem gátu veitt upplýsingar um rannsóknina. Eins voru teknar skýrslur af viðkomandi og fleiri gögn rannsökuð.

Þá kom fram hjá Steinunni, að í úrskurði í Bretlandi vegna kyrrsetningar eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar felist, að Jón Ásgeir þarf að leggja fram tæmandi lista yfir allar eignir sínar innan 48 stunda frá því honum er birtur úrskurðurinn. Steinunn sagði, að hins vegar hefði gengið illa að finna skráð heimilisfang Jóns Ásgeirs og því sé ekki ljóst hvort búið sé að birta honum úrskurðinn.

Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis og Páll Eiríksson sem einnig …
Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis og Páll Eiríksson sem einnig situr í slitastjórn Glitnis mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert