Öskufall í Landeyjum

Dimmt var yfir Landeyjum í morgun.
Dimmt var yfir Landeyjum í morgun. mynd//Unnur María Sævarsdóttir

„Gosmökkurinn er yfir okkur í augnablikinu og hér rignir ösku,“ segir Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir bóndi á Voðmúlastöðum í Landeyjum. Öskufall úr Eyjafjallajökli sem snemma í morgun féll yfir Fljótshlíð, Hvolsvöll og útsveitir í Rangárþingi fer nú yfir efstu bæi í Austur-Landeyjum.

„Við bregðumst við þessum aðstæðum eins og kostur er. Núna er ég á leið út í haga til að koma kvígum sem þar eru í hey og rennandi vatn,“ segir Guðlaug sem býr á Voðmúlastöðum ástamt Hlyni Thódórssyni, eiginmanni sínum.

Hún segir að fjarri fari að þau séu svartsýn, þrátt fyrir að eldgosið hafi sannarlega bakað þeim erfiðleika eins og öðrum bændum á áhrifasvæði þess. Hamförunum megi þó að ósekju fara að linna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert