Bera ekki á tún undir A-Eyjafjöllum

Aska er út um allt á Önundarhorni og fleiri bæjum ...
Aska er út um allt á Önundarhorni og fleiri bæjum undir A-Eyjafjöllum. Rax / Ragnar Axelsson

„Það er útséð um að það verður ekkert borið á tún undir Austur-Eyjafjöllum á þessu sumri,“ segir Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi á Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Sigurður var í vor byrjaður á jarðvinnslu með það að markmiði að sá fræi, en hann segist vera hættur við því að nær stöðugt öskufall sé frá Eyjafjallajökli.

Sigurður segir að ástandið sé verst á svæðinu frá Steinum að Hrútfelli, en bændur fyrir austan kalli þetta „svarta svæðið“. Hann segir ljóst að bændur á þessu svæði muni ekki reyna að heyja túnin í sumar. „Úr fjarlægt lítur þetta ekki illa út. Það koma grænir toppar upp úr túnunum, en þegar maður skoðar þetta betur þá sér maður að stráin eru fá.“


Sigurður segir að jafnvel þó að eitthvert gras komi upp úr þessum túnum sé óvíst að það verði nothæft fóður. Askan fari í heyið og það sé tæplega gott fyrir skepnur að éta öskublandað hey. Hann segist raunar hafa lesið um að gripir hafi drepist eftir að hafa étið hey sem heyjað var á öskutúnum.

Sigurður er með um 230 nautgripi í fjósinu í Önundarhorni. Hann segir að hann muni ekki setja þá út í sumar ef gosið haldi áfram. Hann á talsvert eftir að heyjum, en segir ljóst að hann þurfi að kaupa hey eða leita sér að túnum til að heyja í sumar.

„Það er allt framkvæmanlegt,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður hvernig honum litist á framhaldið. Hann sagði að bændur á svæðinu væru núna að íhuga stöðu sína og það væri ekki víst að allir kæmust að sömu niðurstöðu og hann, að reyna að halda áfram búskap.

Sigurður er bæði með mjólkurframleiðslu og nautaeldi. Hann hefur keypt nautkálfa af bændum í nágrenninu sem hann hefur alið í sláturstærð. Hann sagðist vera hættur þessu í bili en ætti talsvert af nautum sem ættu eftir að ná sláturstærð.

Nokkur stór kúabú eru undir Eyjafjöllum og þau þurfa að afla mikilla heyja á hverju sumri. Sigurður sagðist þurfa á um 1700 rúllum að halda fyrir búið í Önundarhorni.

Sigurður hefur ekki bara þurft að glíma við öskufall því að um helmingur túnanna á Önundarhorni skemmdist þegar Svaðbælisá flæddi yfir bakka sína sama dag og gosið hófst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtóku manninn í Breiðholtinu

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
Kerra til sölu
Til sölu er ný kerra á fjöðrum. Hentar vel fyrir hálendið. Upplýsingar í s.48382...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...