Leigubílstjóri rændur

mbl.is/Jakob Fannar

Tveir menn rændu leigubílstjóra við Engjasel í Breiðholti í nótt. Mennirnir ógnuðu bílstjóranum með hnífi og höfðu af honum peningaveski, farsíma og GPS-staðsetningartæki. Maðurinn slapp ómeiddur.

Bílstjórinn hafði stöðvað bifreiðina um kl. þrjú í nótt eftir að viðvörunarljós hafði kviknað. Hann opnaði vélarhlífina og var að líta á vélina þegar mennirnir komu og ógnuðu honum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann streittist ekki á móti. Ræningjarnir náðu að stinga af á tveimur jafnfljótum. Þeirra er nú leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert