Minna selst af lambakjöti

Sala á lambakjöti hefur dregist saman um 11,7% á síðustu 12 mánuðum. Lambakjöt er núna þriðja mestselda kjöttegundin á landinu, en meira selst af kjúklingum og svínakjöti. Þetta kemur fram á vef Landsamtaka sauðfjárbænda.

Sala á lambakjöti nam 322 tonnum í apríl. Það er 16,5% minna en í apríl 2009 en þá var salan 386 tonn. Hafa þarf í huga í þessum samanburði að páska salan var í mars í ár en í apríl í fyrra. 

Á sama tíma og sala á lambakjöti dregst saman eykst heldur sala á kjúklingum. Sala á svínakjöti dregst hins vegar talsvert saman. Í mars varð sölusamdrátturinn t.d. um 14%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert