Segir braskað með auðlindir þjóðarinnar

HS Orka.
HS Orka. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir stjórnvöld og Alþingi hafa brugðist, verði af kaupum kandadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á 52% hlut Geysi Green í HS Orku.

Hann skrifar á bloggsíðu sína að verið sé að braska með auðlindir þjóðarinnar. Við því hafi oft verið varað.

„Sannast sagna hélt ég að Íslendingar hefðu lært sína lexíu. Nei. Svo er ekki. Samfélagið er bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski. Fjármálamenn eru líka að bregðast samfélagi sínu. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að hugsa á félagslega ábyrgan hátt; láta auðlindirnar í friði, ella verður ríkisstjórnin og sameinað Alþingi að bregðast við hart. Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur,“ skrifar Ögmundur á bloggsíðu sína. 

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert