Forgangsakstur æfður

Von er á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu …
Von er á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. mbl.is/Júlíus

Lögregluskólinn er þessa dagana með sérstakt námskeið þar sem verið er að þjálfa forgangsakstur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og eru ökumenn hvattir til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Umferðarstofu.

Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu og Umferðarstofa telur því rétt að nota tækifærið og hvetja ökumenn til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt. „Lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkvilið þurfa að geta treyst á að vinstri akreinin sé eins greið og mögulegt er því hana skal nota til að fara fram úr annarri umferð. Höldum okkur því hægra megin þar sem tvær akreinar eða fleiri eru í sömu átt.

Viðbrögð og akstur ökumanna getur skipt sköpum varðandi það hve fljótt og vel er hægt að koma fólki til bjargar og vill Umferðarstofa hvetja fólk til að skoða myndband sem heitir „Forgangsakstur" á youtube en myndin sýnir hvernig best sé að haga akstri svo ekki verði óþarfa tafir á umferð lögreglu eða sjúkraflutningamanna,“ segir í tilkynningunni frá Umferðarstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert