Ökumenn varaðir við ösku á Suðurlandsvegi

Töluverð aska er nú á Suðurlandsvegi, frá  Eyjafjöllum og austur til Mýrdals.  Vegfarendur eru beðnir að aka hægar og taka tillit til íbúa og annarra vegfarenda þar sem öskurykið þyrlast mikið upp og getur byrgt sýn. Ef blaut aska er á vegi getur orðið mjög hált, að því  er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Greiðfært er að mestu um allt land. Hellisheiði eystri er ófær og Mjóafjarðarheiði þungfær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert