Salan ekki án aðdraganda

Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í …
Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í dag. vf.is/Ellert

Stjórn Geysis Green Energy tók ákvörðun um að selja frá sér eignir í lok síðasta árs, að sögn Alexanders Guðmundssonar, forstjóra Geysis.

„Ég held að við getum verið sátt við verðið sem við seljum okkar hlut í HS Orku á. Að sama skapi getum við verið ánægð með þann aðila sem kaupir hlutinn. Þarna höfum við fundið eiganda sem mun styrkja fyrirtækið til áframhaldandi uppbyggingar og styrkingar," segir Alexander.

Alexander segir forsvarsmenn Geysis sátta við söluna: „Þó það sé auðvitað ákveðinn söknuður að horfa á eftir HS Orku. En ég veit að félagið verður í góðum höndum á næstu árum."

Magma greiðir Geysi 16 milljarða fyrir hlutinn í HS Orku. Að mestu leyti er greitt með reiðufé, allt að 80%. Einnig mun Magma taka yfir skuldabréf sem Geysir greiddi áður af.

Geysir Green Energy var stofnað árið 2007. Félagið á nú í miklum skuldavanda og hefur unnið að lausn hans í samvinnu við viðskiptabanka sinn, Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert