Aska yfir borginni

Mistur er yfir höfuðborgarsvæðinu þessa stundina.
Mistur er yfir höfuðborgarsvæðinu þessa stundina. mbl.is/Kristinn

Suðaustlæg átt er ríkjandi á Suðurlandi og því berst aska frá Eyjafjallajökli yfir höfuðborgarsvæðið. Hluti af öskunni er svifryk. Svifryksgildi hafa hækkað hratt í dag og líklegt að þau verði há næstu tvær klukkustundir en búist er við úrkomu í kvöld og að þá dragi hratt úr menguninni.

Klukkan 15:30 var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 318 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Einnig eru gildin há í mælistöðinni í Hafnarfirði, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 

„Það er mjög þurrt loft. Þannig að þetta lítur ekki út fyrir að vera mistur. Og svo hafa rykmælingar hjá Umhverfisstofnun rokið upp,“ segir Theodór Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is.

Ekki er mikill vindur á Suðurlandi þessa stundina. „Þetta hefur einhversstaðar náð sér upp. Af því það er austanátt hér allra syðst, þá getur verið að það sem slær niður af fjöllum, þar þyrli hann aðeins upp,“ segir hann.

Menn urðu fyrst varir við öskuna fyrir um einni og hálfri klukkustund. „Við sáum að það var dálítið mikið mistur á Suðurlandi, á vefmyndavélum þar, mikið fyrr,“ segir Theodór. Vegna skýjahulu sjáist ekki nægileg vel á gervitunglamyndum hvar uppsprettan sé. Því sé liggur ekki fyrir um hversu stórt svæði sé að ræða.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þar sem nú er að hefjast annatími í umferðinni í borginni er ástæða til að benda þeim á sem eru með viðkvæm öndunarfæri s.s. lungnasjúkdóma eða astma að vera innandyra. Ekki er þó víst að að styrkur svifryks fari yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk í dag en þau er 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Viðbragðsáætlun vegna loftgæða var yfirfarin í apríl til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli. Fylgst er með ástandinu í samráði við Heilbrigðiseftirlit, Almannavarnir, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Sóttvarnarlækni.  

Íbúar eru geta einnig fylgst með fréttum og kynnt sér upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Almannavarna, www.almannavarnir.is og heimasíðu landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is  og með vefmæli Reykjavíkurborgar, neðst á heimasíðu www.reykjavik.is, sem sýnir styrk svifryks  hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Hafi íbúa Vestfjarða í huga

09:50 Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á sjávarútvegsráðherra að hafa íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í huga varðandi ákvarðanatökur um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »

Ferðamenn ættu að forðast Reykjavík

09:42 Ferðavefurinn The Culture Trip setur Reykjavík á lista yfir ferðamannastaði sem ætti að forðast í sumar. Á listanum er einnig að finna borgir á borð við Feneyjar, Róm, Mílanó og Barcelona. Meira »

Berglind og Ragna nýir skrifstofustjórar

09:40 Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis, og Rögnu Bjarnadóttur, lögfræðing hjá dómsmálaráðuneytinu, í stöður skrifstofustjóra. Meira »

Palin líkir Íslendingum við nasista

09:40 Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska í Bandaríkjunum, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar eftir að hafa séð umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS um Downs-heilkenni á Íslandi, en nær allar þungaðar konur sem fá jákvæðar niðurstöður um að líkur séu á að heilkenninu, láta eyða fóstrinu. Meira »

Rúm 73.000 tonn veiddust í júlí

09:23 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, er það 3% meira en veiddist í júlí 2016 að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Meira »

Hita upp á tónleikum Rolling Stones

08:18 Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsælustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borginni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi. Meira »

Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu

07:37 Í júlí komu 159 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn voru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur. Að sögn lögreglu hafa mál þar sem um fíkni­efni er að ræða, tekið fram úr ölv­unar­akst­urs­mál­um á undanförnum árum. Meira »

Innbrot í austurborginni

06:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í verslun í austurhluta borgarinnar um hálffimmleytið í morgun. Meira »

Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu

07:57 Breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum. Meira »

Hæglætisnorðanátt og síðdegisskúrir

07:11 Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld verður norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir. Meira »

Andlát: Sverrir Vilhelmsson

05:30 Sverrir Vilhelmsson fréttaljósmyndari lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst tæplega sextugur að aldri.   Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...