Vilja kaupa hey

Aska út um allt undir Önundarhorni.
Aska út um allt undir Önundarhorni. mbl.is/Rax

Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa falið Bændasamtökum Íslands og Búnaðarsambandi Suðurlands að afla upplýsinga um þá bændur sem eru viljugir til þess að selja gæðahey inn á áhrifasvæði eldgossins.

Um er að ræða:
1)        Fyrningar sem unnt er að flytja með skömmum fyrirvara
2)        Nýtt hey sem verður til ráðstöfunar seinni hluta sumars

Samkvæmt lögum og reglum Bjargráðasjóðs bætir hann bændum tjón sem þeir verða fyrir vegna uppskerubrests, að því er segir í tilkynningu frá Bændasamtökunum.

Heimilt er að flytja hey inn á svæðið af öllum líflambasvæðum. Óheimilt er að flytja hey frá Árnessýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Austurlandi sunnan Smjörfjallalínu og norðan Hamarsfjarðarlínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert