Rauðhumla nemur land hér

Rauðhumla. Myndin er tekin af vef Náttúrufræðistofnunar.
Rauðhumla. Myndin er tekin af vef Náttúrufræðistofnunar. mynd/Erling Ólafsson

Ný tegund af hunangsflugu, sem nefnd hefur verið rauðhumla, hefur numið hér land. Þessi fluga hefur sést nokkrum sinnum frá árinu 2008 en nú um miðjan maí fannst rauðhumludrottning í Hveragerði, að því er kemur fram á vef Náttúrufræðistofunar. 

Náttúrufræðistofnun segir, að allmargir nýliðar bæst við smádýrafánu landsins og eigi hlýnandi loftslag þar að öllum líkindum umtalsverðan þátt. Fæstar þeirra veki athygli almennings enda skaðlausar en aðrar vekja meiri athygli ýmist vegna þess að þær eru ólíkar tegundum sem Íslendingar eiga að venjast eða fyrir að vera óþokkar og valda skaða og leiðindum. Rauðhumla sé nýliði sem skeri sig úr hópnum fyrir sérstakt útlit en hún verðir seint talin til óþokkanna. 

Rauðhumla er auðþekkt og ólík þeim þrem humlutegundum sem fyrir voru á landinu, þar sem hún er ekki gul- og svartröndótt. Náttúrufræðistofnun biður þá, sem verða flugunnar varir í görðum sínum í sumar að tilkynna það til stofnunarinnar. 

Vefur Náttúrufræðistofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert