Telur Símann brotlegan

mbl.is/Heiðar

Samkeppniseftirlitið telur sennilegt, að Síminn beitt umfangsmiklum ólögmætum aðgerðum í því skyni að ná mikilvægum viðskiptavinum frá Nova með sértækum verðlækkunum og óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum um símnotkun viðskiptavina Nova. Stofnunin gerði húsleit hjá Símanum, Skiptum og Tæknivörum í apríl vegna málsins.

Þetta kemur fram í bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag. Stofnunin telur hins vegar ekki ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til Símans í ljósi þess, að Síminn hafi lýst því yfir gagnvart Samkeppniseftirlitinu að aðgerðir gegn Nova séu hættar og að fyrirtækið muni ekki nota umræddar upplýsingar um símnotkun viðskiptavina keppinauta sinna ef eftirlitið telji að um lögbrot geti verið að ræða.

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Skiptum, Símanum og Tæknivörum 21. apríl í tengslum við rannsókn á því hvort Síminn hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sínu með samkeppnishamlandi aðgerðum sem einkum beindust gegn Nova.

Samkeppniseftirlitið segir, að gögn sem fundust í húsleitinni hafi leitt til þess að stofnunin hafi í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða. Málið sé áfram til rannsóknar og lokaákvörðun í því verði tekin þegar rannsókninni lýkur.

Nova sagðist hafa orðið þess áskynja að Síminn hafi undanfarið beint sérstökum tilboðum til viðskiptavina Nova sem teljist til meiri stórnotenda en almennt gerist. Hafi Síminn hringt í viðkomandi notendur og boðið þeim nýja en óopinbera áskriftarleið. Telur Nova að um sé að ræða misnotkun á trúnaðargögnum um símnotkun sem verða til við samtengingu fjarskiptaneta Símans og Nova. Síminn hefur mótmælt því að hafa brotið gegn samkeppnislögum.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að sennilegt sé að Síminn hafi gripið til umfangsmikilla ólögmætra aðgerða í því skyni að ná mikilvægum viðskiptavinum frá Nova með sértækum verðlækkunum og óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum um símnotkun viðskiptavina Nova.

Síminn útbjó lista, sem hefur að geyma sundurgreinanlegar upplýsingar um mörg þúsund viðskiptavina Nova. Samkeppniseftirlitið segir, að umræddir listar geymi ekki aðeins upplýsingar um símanúmer og nöfn viðkomandi viðskiptavina Nova heldur jafnframt kennitölur, heimilsföng og í mörgum tilvikum starfsheiti þeirra. Auk þess komi fram upplýsingar um fjölda símtala hvers og eins, lengd þeirra í mínútum eða sekúndum og lengd meðalstímtals. Á grundvelli þessara upplýsinga gat Síminn beitt sér gagnvart mikilvægum viðskiptavinum Nova.

Samkeppniseftirlitið telur sennilegt sé að um sé að ræða misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu sinni og brot á 11. gr. samkeppnislaga.

„Síminn hefur lýst því yfir gagnvart Samkeppniseftirlitinu að aðgerðir gegn Nova séu hættar og að fyrirtækið muni ekki nota umræddar upplýsingar um símnotkun viðskiptavina keppinauta sinna ef eftirlitið telji að um lögbrot geti verið að ræða. Er í bráðabirgðaákvörðuninni lagt til grundvallar að Síminn muni standa við þessar yfirlýsingar og ekki grípa til umræddra aðgerða meðan á málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins stendur. Samkeppniseftirlitið beinir því hins vegar til viðskiptavina keppinauta Símans að tilkynna eftirlitinu hið fyrsta ef þeir fá tilboð frá Símanum sem virðast byggja á upplýsingum um farsímanotkun þeirra," segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Bráðabirgðaákvörðunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Lítill fiskur veldur heilabrotum

05:30 Lítill torkennilegur fiskur hefur valdið sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar nokkrum heilabrotum síðustu vikur.  Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...