Tæp 19 stig á Þingvöllum

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum. RAX

Veðrið leikur við íbúa á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Á Þingvöllum er hitinn 18,9 stig og 18,4 stig í Árnesi. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er 18 stiga hiti í Hvalfirði. Kaldast er norðaustan til á landinu en á Hólasandi er frostið 2,6 gráður. Í Reykjavík er 15 stiga hiti en sex stiga hiti á Akureyri.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassara við austurströndina. Skýjað austanlands annars skýjað með köflum eða léttskýjað en sums staðar þokuloft með sjónum og í nótt. Hiti víða 6 til 18 stig yfir daginn, hlýjast í uppsveitum suðvestantil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert