Bílasala að glæðast

Bílamarkaðurinn fraus eftir bankahrunið og þóttu snævi þaktar breiður nýrra ...
Bílamarkaðurinn fraus eftir bankahrunið og þóttu snævi þaktar breiður nýrra bifreiða á hafnarbökkum til marks um horfna gullöld. Rax / Ragnar Axelsson

Sú ákvörðun SP-fjármögnunar að bjóða höfuðstólslækkun á bílalánum mun hafa jákvæð áhrif á bílasölu í landinu að mati Özurar Lárussonar, framkvæmdastóra Bílgreinasambandsins. Söluaukningin bæti úr brýnni þörf fyrir notaðar bifreiðar í landinu. Breytingin bæti úr brýnni þörf fyrir notaða bíla.

„Það mun örugglega hafa jákvæð áhrif á bílasölu. Áður en SP-fjármögnun kom með þetta útspil vorum við farin að sjá jákvæða þróun í bílasölu. Þetta mun klárlega hjálpa til og við erum mjög ánægðir með þetta frumkvæði SP-fjármögnunnar að stíga skrefið á undan öðrum fjármögnunarfyrirtækjum og stjórnvöldum líka,“ segir Özur.

- Hvenær væntirðu sambærilegra skrefa af hálfu annarra fjármögnunarfyrirtækja? 

„Ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir hljóta þeir nú að vinna dálítið hratt úr því, myndi ég ætla.“

Aukningin 8-10% á mánuði

- Hvernig er hreyfingin í bílasölunni?

„Það var 17,5% aukning í síðustu viku frá sömu viku í fyrra. Það er búin að vera 8-10% aukning á mánuði frá áramótum frá fyrra ári. Þetta eru jákvæð teikn en ég legg áherslu á að ég er aðeins að tala um fólksbíla.“

- Hvaða markhópar eru frekar að kaupa bíl núna vegna þessara breytinga í fjármögnun?

„Bílar hafa verið yfirveðsettir og þetta breytir þeirri stöðu að fólk hefur nú tök á að losa sig við bíl eða skipta út bíl sem það hefur ekki þörf fyrir eða not fyrir lengur. Fólkið hefur verið dálítið bundið með þá bíla sem það hefur haft.“

- Bílasalar hafa kvartað undan því að það hafi skort notaða bíla á markaðinn. Munu þessar breytingar auka framboðið að þínu mati?

„Já, alveg klárlega. Fólk hefur verið í algerum fjötrum með bílana sína þannig að fólk hefur hreinlega ekki getað selt þá.“

- Hvernig verður sumarið?

„Við erum frekar bjartsýnir. Okkur finnst stemningin vera þannig. Þegar við ræðum við sölumenn í umboðunum segjast þeir orðnir varir við að fólk sé að koma meira í umboðin og skoða hvað er í boði. Það er að týnast út einn og einn bíll sem var ekki. Þannig að það er allt annað hljóð í sölumönnum í umboðunum núna en var fyrir bara hálfu ári síðan.“

Útflutningur á notuðum bílum hefur minnkað mikið

- Hvað með þann orðróm að það sé verið að flytja út mikið af bílum og að hér sé mikið af bílum í geymslum. Er eitthvað hæft í því?

„Nei. Ég hef ekki séð þá bíla. Það er löngu hætt að flytja út bíla. Sá möguleiki að fá endurgreiddan hlut af virðisaukagjaldi og vörugjaldi við útflutning rann út um áramót. Það hafa því ekki verið fluttir út bílar sem neinu nemur frá áramótum. Sá markaður er alveg dauður.

Hitt er annað mál að það er full þörf á notuðum bílum hér heima. Það hefur verið dauði í bílasölu í 2 ár. Það sárlega vantar bíla á notaða markaðinn.“

Bílaflotinn sífellt að eldast

- Bílaflotinn hefur verið að eldast er það ekki?

„Jú. Meðalaldurinn er orðinn 10,2 ár í dag. Þegar góðærið stóð sem hæst, árið 2007, var hann 9,2 ár. Samt sem áður var það hæsta meðaltal á fólksbílum í Evrópu. Meðaltalið þar er 8,5 ár.

Það er mjög slæmt að bílaflotinn sé orðinn þetta gamall, bæði út frá öryggis- og umhverfissjónarmiðum. Það er helsta keppikefli bílaframleiðenda í dag að framleiða bíla sem eyða og menga minna og eru öruggari fyrir farþega þeirra,“ segir Özur Lárusson.

Özur Lárusson.
Özur Lárusson. mbl.is
En nú er bílasala farin að glæðast.
En nú er bílasala farin að glæðast. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...