Eyddi 2,93 lítrum á hundraðið

Bílar, sem tóku þátt í sparaksturskeppninni í dag.
Bílar, sem tóku þátt í sparaksturskeppninni í dag.

Margeir K. Eiríksson, sem VW Polo bifreið, árgerð 2010 með 1,6 lítra diesel vél, sigraði í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu í dag en 15 bílar frá 6 bílaumboðum tóku þátt. di Sigurvegarinn eyddi aðeins 2,93 lítrum á hundraðið.

Í öðru sæti var Skoda Octavia, árgerð 2009 með 1,9 lítra diesel vél en honum ók Friðrik Þór Halldórsson.

Eknir voru rúmir 140 kílómetrar, sem leið lá upp Mosfellsdal, meðfram Þingvallavatni, framhjá Selfossi og Þrengslin til Reykjavíkur.

Keppnin var haldin í 5. sinn í dag en hún var fyrst haldin árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert