Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

„Það sem hins vegar er áhugavert í þessu er að menn eru að ýja að því að málið geti farið fyrir dómstóla, EFTA-dómstólinn til dæmis, og þetta þótti samningunanefndarmönnunum íslensku mjög góð tíðindi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um niðurstöðu ESA í Icesave-málinu. 

„Þeir töldu þetta styrkja samningsstöðu okkar því Bretar og Hollendingar myndu alls ekki vilja að það skapaðist þessi réttaróvissa sem gæti þýtt að málið færi fyrir dómstóla, allra síst núna þegar allt er í uppnámi í bankakerfi Evrópu.

Lee Buccheit og samningamennirnir töldu þetta mjög góð tíðindi,“ segir Sigmundur og vísar til fundar um niðurstöðu ESA fyrir helgi þar sem farið var yfir hana með fulltrúum íslensku stjórnmálaflokkanna.

Formaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðuna ekki koma á óvart.

„Skoðunin kemur svo sem ekki á óvart enda er þetta batteríi á vegum Evrópusambandsins og afstaða þess hefur legið heldur betur fyrir frá því í byrjun þessa máls. Það kemur ekki á óvart að ESB og þeir sem að eru að passa upp á Evrópska efnahagssvæðið séu þessarar skoðunar. Því þeir hafa talað mjög fyrir því frá fyrsta degi að Íslendingar greiddu reikninginn. Það er ekki nýtt en það að þetta geti endað fyrir EFTA-dómstólnum, það er mjög jákvætt.“

Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir Sigmundar, sat fundinn fyrir hönd Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert