Fólk þarf ekki að hætta að fara í sturtu

Ekki er sturtubann í Árborg.
Ekki er sturtubann í Árborg. mbl.is/Jóra Jóhannsdóttir

„Það er ekki verið að skammta vatn eða skrúfa fyrir. Við erum ekki að biðja fólk um að hætta að fara í sturtu, það er nóg vatn til allra nota. Þetta eru fyrirbyggjandi tilmæli.“

Þetta segir Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri veitusviðs Árborgar, en bæjaryfirvöld báðu íbúa í gær um að fara sparlega með kalda vatnið.

„Fólk hefur almennt tekið þessu mjög vel, enda ekkert óvenjulegt eftir svona langan þurrkatíma, en fyrstu þrír mánuðir þessa árs voru óvenjuþurrir. Ef fólk fer þokkalega sparlega með, eigum við að geta farið í gegnum þetta án vandamála.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert