Norskir bændur styðja íslenska starfsbræður

Aska út um allt undir Önundarhorni.
Aska út um allt undir Önundarhorni. mbl.is/Rax

Norska bændahreyfingin og fleiri fyrirtæki í Noregi hafa ákveðið að styðja við bakið á íslenskum bændum sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þeir hafa lagt 7 milljónir íslenskra króna í sjóð sem Bændasamtökum Íslands er ætlað að ráðstafa til þeirra bænda sem eiga í hlut.

Það eru norsku bændasamtökin Norges Bondelag, samvinnuhreyfingin Norske Felleskjöp, mjólkurvinnslufyrirtækið TINE,  kjötfyrirtækið Nortura, tryggingafélagið Gjensidige, áburðarframleiðandinn Yara og bankinn Landkreditt sem hvert um sig leggur 1 milljón íslenskra króna í sjóðinn, samkvæmt fréttatilkynningu.

Þeir hvetja jafnframt einstaka bændur, meðlimi í samvinnufélögum og starfsmenn innan norska landbúnaðargeirans til þess að leggja sjóðnum lið með frjálsum framlögum. Þeir skora einnig á önnur samtök og fyrirtæki sem tengjast norskum landbúnaði að leggja sitt af mörkum og sýna samstöðu í verki og hafa af því tilefni stofnað söfnunarreikning.

Í tilkynningu frá hópnum segir að íslenskir bændur standi frammi fyrir erfiðleikum vegna gossins og þeir bætist við þau áföll sem efnahagskreppan hefur haft í för með sér. Norðmennirnir segja mikilvægt að styðja við bakið á þeim bændafjölskyldum sem þurfa að hluta til að flytja burt af áhrifasvæði gossins en jafnframt að sinna búverkum. Það séu erfiðar ákvarðanir sem bændur þurfi að taka en nauðsynlegt sé að setja eigin heilsu og fjölskylduna í fyrsta sæti í slíkum aðstæðum.

Norskir bændur taka fram í fréttatilkynningu að rík hefð sé fyrir samstarfi milli þjóðanna sem eigi sér sameiginlega sögu og að mörg viðfangsefni séu hin sömu. „Við höfum staðið þétt saman í ýmsum málum í gegnum tíðina, m.a. hvað varðar fríverslunarsamninga GATT og WTO og í seinni tíð í afstöðunni til Evrópusambandsaðildar.“

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir í fréttatilkynningu að íslenskir bændur séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem berist nú frá norskum stéttarsystkinum.

„Stjórn Bændasamtakanna færir norskum bændum bestu þakkir fyrir þann samhug sem þeir sýna íslenskum bændum með þessari ákvörðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn sýna okkur vinarþel,“ segir Haraldur og bætir því við að fjármunirnir verði notaðir til þess að hlúa að bændum og fjölskyldum þeirra. „Við höfum nú þegar auglýst sérstaka orlofsstyrki fyrir bændur en fjármunirnir frá Noregi gera okkur kleift að veita aukinn stuðning og aðstoða bændur sem hafa þurft að mæta áföllum vegna gossins. Það þarf að huga að heimilunum og gera það eftirsóknarvert fyrir bændur að búa á svæðinu. Að öðru leyti munum við útfæra þetta nánar á næstu dögum í samráði við heimamenn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtóku manninn í Breiðholtinu

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »
Kerra til sölu
Til sölu er ný kerra á fjöðrum. Hentar vel fyrir hálendið. Upplýsingar í s.48382...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...