Setur þrýsting á aðra

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir mbl.is

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vonast til þess að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur verði til þess að setja þrýsting á aðra stjórnmálamenn sem þáðu háa styrki í kosningasjóði sína. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins. 

„Ég met hana mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta er ekki létt ákvörðun, en hún er tekin með hagsmuni Samfylkingarinnar að leiðarljósi og mjög virðingarverð sem slík,“ sagði Þórunn.

Benti hún á að Steinunn Valdís hafi ekki þegið hæstu styrki í prófkjörum eða kosningabaráttum hérlendis árið 2006. Tók hún fram að enn sætu þingmenn og borgarfulltrúar á vegum Sjálfstæðisflokks sem þegið hefðu tugmilljónir í styrki án þess að hafa gert grein fyrir frá hverjum þeir styrkir komu. 

„Ég vona þetta verði til þess að þeir hugsi sinn gang og telji það skyldu sína að gera hreint fyrir sínum dyrum.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert