Aska í lofti yfir Reykjanesi

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn í loftinu þótt …
Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn í loftinu þótt gosið hafi legið niðri undafarna daga.

Sjá má ösku í lofti á gervihnattamyndum yfir Reykjanesskaga og suðvestur af landinu en í námunda við Eyjafjallajökull hefur rigningin komið í veg fyrir uppblástur öskunnar.

Í leiðangri Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á Eyjafjallajökul í gær voru mæld snið í gjóskuna og gengið á barma austurgíga. Gjóska á gígbörmunum mældist 30 til 40 metra þykk. Miklir gufumekkir standa upp úr gígunum  og einstaka smáar sprengingar sem í er aska.

Í stöðuskýrslu Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar segir, að mikið hviss í gígum bendi til mikillar hveravirkni en megn brennisteinsfýla á gígbörmum. Ekki sást niður í botn gíganna vegna gufu. Gufumökkurinn mældist í 2,8 km hæð yfir sjó laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert