Álag á íbúa Álftaness fram yfir árið 2015

Tekjur sveitarstjórnar Álftaness nægja ekki til að standa straum af afborgunum lána, hvað þá af leigugreiðslum, einkum vegna sundlaugar og íþróttahúss, þrátt fyrir að sett hafi verið 10% álag á útsvar og fasteignaskattur hækkaður.

Til að „einhver afgangur“ myndist frá rekstri þarf álagið á útsvarið og fasteignaskattinn að standa að minnsta kosti fram yfir árið 2015.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að greinargerð með áætlun fjárhaldsstjórnar fyrir árin 2011-2015 sem lögð voru fram á bæjarstjórnarfundi í fyrradag.

Eftir að Álftanes varð greiðsluþrota fékk sveitastjórnin endurskoðunarfyrirtækið KPMG til að gera áætlun um rekstur sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin hefur nú endurskoðað áætlunina.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert