„Svekkelsi og sigrar“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru nokkur svekkelsi en miklu fleiri sigrar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um niðurstöður kosninganna.

Hann segir flokkinn hafa náð mjög góðum árangri víða um land. „Það eru til dæmis margir staðir þar sem hann er að ná mesta fylgi í áratugi.“

Ljóst sé að flokknum hafi vegnað illa þar sem óánægjuframboð hafi boðið fram. Um sé að ræða sveitarfélög þar sem Framsóknarflokkurinn hafi verið veikur fyrir, líkt og í Reykjavík. Þar fékk hann engan borgarfulltrúa.

Spurður út í stöðu flokksins í borginni segir hann: „Það var erfitt að fá stóran hluta framsóknarmanna til þess að kjósa flokkinn núna eftir þann klofning sem varð í prófkjörinu.“ Margir traustir framsóknarmenn hafi ákveðið að sitja heima að þessu sinni.

Hann bendir á að vandamál flokksins í Reykjavík, nú sem áður, felist í innbyrðis átökum manna. „Núna ætti að gefast tækifæri til þess að byrja upp á nýtt frá grunni. Við höfum þegar séð mjög mikinn árangur af endurnýjun og uppbyggingarstarfi vítt og breitt um landið.“ Það sýni góður árangur víða.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert