Svifryk yfir mörkum í Reykjavík

Mynd úr rafeindasmásjá af rykkornum og svifryki. Mynd fengin af …
Mynd úr rafeindasmásjá af rykkornum og svifryki. Mynd fengin af vef Umhverfisstofnunar.

Styrkur svifryks í Reykjavík fer sennilega yfir heilsuverndarmörkin í dag. Klukkan 11 mældist svifryk á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg  118,2 míkrógrömm á rúmmetra og í Fjölskyldu – og húsdýragarðinum var það 58,9.  Meðaltalið frá miðnætti við Grensásveg er núna 67,5 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk svifryks á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk getur verið að berast víðs vegar að m.a. frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökull.

Ástæða er til að benda þeim á sem eru með viðkvæm öndunarfæri s.s. lungnasjúkdóma eða astma að forðast mikla útiveru í dag.

Suðaustlægar áttir eru ríkjandi og töluverður vindur er til staðar. Búist er við úrkomu í kvöld sem ætti að slá á rykmengunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert