Meirihluti vill utanþingsráðherra

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra er annar af tveimur utanþingsráðherrum.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra er annar af tveimur utanþingsráðherrum. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa utanþingsráðherra í ríkisstjórn, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Um 80% svarenda sögðust vera þeirrar skoðunar og þrír af hverjum fjórum vilja fækka ráðuneytum.

Tveir utanþingsráðherrar eru í núverandi ríkisstjórn, þau Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Fram kom að um 30% þeirra, sem tóku afstöðu í könnuninni, sögðust styðja Sjálfstæðisflokk, 27% sögðust styðja Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, 22% Samfylkingu, og um 14% Framsóknarflokks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert