Ekið á hjólreiðamann á Vífilsstaðavegi

Sjúkraflutningamenn fluttu hjólreiðamanninn á slysadeild til skoðunar. Mynd úr safni.
Sjúkraflutningamenn fluttu hjólreiðamanninn á slysadeild til skoðunar. Mynd úr safni. mbl.is/Jakob

Ekið var á hjólreiðamann á Vífilsstaðavegi í morgun og hlaut hann höfuðhögg við slysið. Maðurinn var með fullri rænu þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn sem þó fluttu hann á slysadeild til frekari skoðunar.

Hjólreiðamaðurinn, sem var um tvítugt, var með hjálm á höfði sem talið er að hafi skipt sköpum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert