Sumar og sól í kortunum

Buslað í Nauthólsvík
Buslað í Nauthólsvík mbl.is/Ómar Óskarsson
Útlit er fyrir að veður verði nokkuð gott um helgina ef horft er til sólskins og hita. Það er fremur hlýtt í lofti yfir landinu og hæðarsvæði ríkjandi fyrir austan land. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur spáir allt að 20 stiga hiti vestanlands á föstudag og jafnvel á laugardag.

Í sumar mun Einar upplýsa lesendur mbl.is á fimmtudögum um hvernig veðurútlitið er næstu daga.

Þessa fyrstu helgi júnímánaðar er ekki annað að sjá að veður verði nokkuð gott  ef horft er til sólskins og hita, samkvæmt spá Einars. 

Það er fremur hlýtt í lofti yfir landinu og hæðarsvæði ríkjandi fyrir austan land. Úti við sjóinn austan- og norðantil gerir svalur sjórinn það að verkum að þar verður ekkert sérlega hlýtt, en mun skárra inn til landsins og eins á heiðum og til fjalla þar sem sólin mun skína glatt.  Allt að 20 stiga hiti vestanlands á föstudag og jafnvel einnig á laugardag, en meiri líkur á vætu sunnanlands og vestan á sunnudag.

Föstudagur 4. júní:

Léttskýjað og sólríkt eftir því um mest allt land.  Skýjabakki þó viðloðandi suðurströndina en varla rigning frá honum.  Eins má gera ráð fyrir þokuslæðingi á Austfjörðum og norður með ströndinni.

Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður dálítill strekkingur af austri og suðaustri og þar því öskufjúk, sem berst yfir sveitir Suðurlands. Mögulega heldur smávægileg rigning þó þessum ófögnuði í skefjum.

Vestanlands, í Borgarfirði, Snæfellsnesi og í Dölum er spáð fínu sumarveðri, og hita allt að 20 stigum.  Eins verður hlýtt og gott sums staðar norðanlands.  Hins vegar NA-vindur á Vestfjörðum og við Húnaflóa og þar því svalara 7 til 10 stiga hita sem og á annesjunum  á Norðurlandi. 

Reykjavík:  Léttskýjað, hægur vindur og hiti 15 til 17 stig. Sannkallaður góðviðrisdagur, en hætt við öskumistri að austan.

Akureyri:  Allt að því heiðríkt, hafgola  og hiti 10 til 13 stig.

Laugardagur 5. júní:

Ekki miklar breytingar og áfram berst milt og frekar þurrt loft til okkar úr suðaustri. Hiti allt að 16 til 20 stig að deginum  í uppsveitum Suðurlands, Borgarfirði og inn til landsins á Norðurlandi, en annars um 9 til 13 stig.

Heldur meiri líkur á lítilsháttar rigningu frá Eyjafjöllum og austur um á sunnanverða Austfirði, sérstaklega þegar líður á daginn. Eins hætt við þokusúld á Ströndum og annesjum Norðanlands.  Vindur hægur á landinu ef syðsti hlutinn er undanskilinn þar sem SA- og A-áttin verður þetta 7-10 m/s. Þar sem milt loft er yfir okkur, þarf ekki að hafa verulega áhyggjur af því að kólni að ráði yfir nóttina.

Sunnudagur 6. júní:

Aðfaranótt sunnudagsins er von á úrkomubakka úr suðri og þá þykknar í lofti og fer að rigna sunnantil.  Þegar kemur fram á morguninn er útlit fyrir rigningu á Suður- og Vesturlandi, eins víða á Vestfjörðum og sums staðar vestantil á Norðurlandi. Vindur með þessu hins vegar hægur.

Norðaustan- og austanlands er spáð þurru veðri og víða verður nokkuð bjart. Við Eyjafjörð, í Þingeyjarsýslum og á Héraði verður sæmilega hlýtt  eða um eða yfir 15 stig, en heldur svalara við sjóinn, þar sem hafgolan kemur til með að ráða ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

Í gær, 21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

Í gær, 20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

Í gær, 20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Í gær, 20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

Í gær, 20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

Í gær, 18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

Í gær, 18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

Í gær, 18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

Í gær, 17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

Í gær, 17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

Í gær, 16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

Í gær, 16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

Í gær, 15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

Í gær, 15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

Í gær, 15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

Í gær, 15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

Í gær, 15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Bækur til sölu
Eylenda 1-2, Úlfljótur ‘47-’70. ib, Grettissaga 1946, Sagnahver Bj. Bj., Viðfi...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...