Gott að vera berrassaður á Íslandi

Mynd úr myndskeiðinu, sem Íslendingar sendu út um allan heim …
Mynd úr myndskeiðinu, sem Íslendingar sendu út um allan heim í gær.

Myndskeiðið, sem Íslendingar sendu út um allan heim með tölvupósti í gær, hefur vakið talsverða athygli en í gærkvöldi hafði hátt á aðra milljón manna farið inn á vefsíðuna inspiredbyiceland þar sem myndskeiðið er. Í myndskeiðinu sést m.a. par baða sig nakið í heitri laug og danska blaðið  Ekstra Bladet segir greinilegt að það sé nóg pláss á Íslandi til að vera berrassaður og baða sig.

Ekstra Bladet segir, að Íslendingar vilji gjarnan fá gesti aftur eftir hremmingar síðustu missera, fyrst fjármálahrunið og síðan eldgosin, sem hafi hrætt ferðamenn frá landinu. Það eigi einkum við um Dani, en tölur sýni að fjórði hver Dani, sem ætlaði til Íslands, hafi aflýst ferðinni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Það er hins vegar óhætt að segja, að Ekstra Bladet leggi Íslendingum lið í dag því fréttin er afar jákvæð og vekur athygli á þeim náttúruperlum sem hér er að finna - og einnig því að íslenska krónan sé afar lág um þessar mundir og því hagstætt fyrir Dani að kaupa íslenskar vörur.

Frétt Ekstra Bladet 

Inspiredbyiceland.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert