Stuðningur frá norskum bændum

Bændur undir Eyjafjöllum hafa fengið stuðning frá norskum starfsbræðrum sínum.
Bændur undir Eyjafjöllum hafa fengið stuðning frá norskum starfsbræðrum sínum. Ragnar Axelsson

Samtök bænda í Noregi og fleiri þarlendir aðilar hafa ákveðið að styðja íslenska starfsbræður sína undir Eyjafjöllum með fjárstyrk. Alls er um sjö aðila að ræða sem gefa 50 þúsund krónur norska hver, eða um sjö milljónir króna.

Í fréttum norskra fjölmiðla er haft eftir talsmanni norskra bænda að þetta sé lítið en vonandi nytsamt framlag til íslenskra bænda í nauðum vegna eldgossins. Haft hafi verið samband við Bændasamtökin á Íslandi með hvaða hætti norskir bændur gætu lagt lið og þetta hafi verið niðurstaðan. Vonast Norðmenn til að fleiri muni koma í kjölfarið til að styðja við bændurna á Suðurlandi sem verst hafa farið út úr öskufallinu.

Fram kom á vef Sunnlenska fyrir helgina að féð frá Norðmönnum verði m.a. notað til að greiða afleysingaþjónustu fyrir bændur á öskusvæðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert