Kannar réttarstöðu sína

Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir

Sóley Tómadóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segist vera að kanna réttarstöðu sína vegna ummæla sem voru látin falla um hana í kosningabaráttunni. Þetta sagði hún í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

„Eftir það sem á undan er gengið er mér nóg um hversu langt hefur verið gengið að mannorði mínu. Ég er að kanna réttarstöðu mína vegna ákveðinna orða sem hafa verið látin falla í þessari kosningabaráttu,“ sagði Sóley í Morgunútvarpinu. Sagði hún að þetta hefði verið harðasta aðför að mannorði sínu sem hún hefði orðið fyrir. Verið væri að fara yfir öll gögn sem tengdust málinu. 

„Ég þarf að láta á það reyna hvort það sé í lagi að mitt nafn hafi verið notað með þeim hætti sem það var notað,“ sagði Sóley og sagði að bæði væri um að ræða ummæli sem hefðu verið látin falla af öðrum stjórnmálamönnum og það sem sagt hefði verið á öðrum vettvangi. „Þetta er eitthvað sem ég er að skoða og finnst eðlilegt að láta reyna á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert