Sigurður Kári segist hafa gert grein fyrir styrkjum sínum

Sigurður Kára Kristjánsson alþingismaður
Sigurður Kára Kristjánsson alþingismaður Ómar Óskarsson

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingu, innti Sigurð Kára Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, á þingfundi fyrir stundu um hvort og hvenær hann hyggðist gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi styrki í prófkjörum á undanförnum árum. Sagði hún að Sigurður Kári hefði þegið 4.650.000 krónur í styrki í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar 2007 og tæpur helmingur þeirrar upphæðar saman stæði af styrkjum sem væru svo háir að skylt væri að gera sérstaklega grein fyrir hver veitti þá.

Í svarræðu sinni sagðist Sigurður Kári hafa gert grein fyrir styrkjum sínum með fullnægjandi hætti og skilað uppgjörum í samræmi við reglur. Sakaði hann Jónínu um að vekja máls á styrkveitingum til hans í þeim tilgangi að drepa launamálum seðlabankastjóra á dreif, svo óþægur ljár í þúfu væri það mál stjórninni.

Benti hann einnig á að sjálfur væri hann aðeins hálfdrættingur miðað við styrkþega í hennar eigin flokki.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks sagði kostuglegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar takast á um styrkjamálin. Velti hann því upp hvort ef til vill væri kominn tími til að leitað væri endurnýjaðs umboðs þjóðarinnar og blásið til Alþingiskosninga.

Jónína Rós
Jónína Rós mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert