Vill þjóðarsátt um launafrystingu

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Hann telur nauðsynlegt að gerð verði þjóðarsátt um að frysta laun. Það sama á við um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega og aðrar afkomutengdar greiðslur sem ríkið greiðir, svo sem innan búvörusamninga.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Árna Páls í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann kallar á þjóðarsátt um róttækar aðgerðir í fjármálum ríkisins. Hann bendir á að séu laun einhverra ríkisstarfsmanna hækkuð sé óhjákvæmilegt að segja öðrum ríkisstarfsmönnum upp. Að hans mati má draga úr útgjöldum til samgöngumála og fækka starfsfólki utanríkisþjónustunnar erlendis án þess að skaði hljótist af.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert