Lægri vextir fyrir skilvísi

Framkvæmdastjóri Creditinfo vill að íslenskar fjármálastofnanir umbuni skilvísum greiðendum með lægri vöxtum. Þannig sé málum háttað í flestum þeirra landa sem Íslendingar beri sig saman við en slíkt auki á fjárhagslega vitund almennings.

Þannig fengju skilvísir greiðendur hagstæðari kjör en aðrir. Sú hefð hefur myndast hér á landi að allir njóti svipaðra kjara og nægir að nefna húsnæðislán bankanna því til staðfestingar. Aðspurð hvort fórnarlömb fjármálakreppunnar yrðu þá ekki skilin útundan segir Rannveig Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, að brýnasta verkefnið sé að leysa úr skuldavandanum en á sama tíma þurfi að horfa til framtíðar til að koma í veg fyrir að heimilin verði of skuldsett. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert