Líst illa á kvöldfund á þingi

Á Alþingi
Á Alþingi Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigurður Kári Kristjánsson og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, gerðu á þingfundi athugasemdir við tillögu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sitjandi forseta Alþingis, um að fundað væri fram á kvöld á þinginu ef þess þyrfti. Ragnheiður Elín sagðist telja að kvöldfundir ættu ekki að standa lengur en til miðnættis en forseti þingsins sagði að eins og venja væri til gætu þeir staðið „inn í nóttina.“

Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði leitt að sjá stjórnarandsöðuna skorast undan vinnu. „Við höfum þó vinnu,“ sagði þingmaðurinn. Þingmenn stjórnarandstöðu höfnuðu því að þeir skoruðust undan vinnu og sögðu ummælin Sigmundi til minnkunnar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði umræðuna lítt uppbyggilega og sagði liggja á að taka til starfa við mikilvæg mál sem fyrir hendi væru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert