Viðey vinsælli en nokkurn tíma

Um 150 manns mættu í fuglaskoðunargöngu í Viðey í gær.
Um 150 manns mættu í fuglaskoðunargöngu í Viðey í gær.

Þeir viðburðir sem skipulagðir hafa verið í Viðey það sem af er sumri hafa verið afskaplega vel sóttir og voru um 1000 manns í eynni helgina sem Hátíð Hafsins  var haldin í Reykjavík. Að sama skapi var slegið aðsóknarmet í fyrstu þriðjudagsgöngu sumarsins því aldrei fyrr hafa svo margir gestir komið í fuglaskoðunargöngu í Viðey, að sögn Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur verkefnastjóra Viðeyjar.

Um 150 gestir mættu með myndavélar og kíkja til að skoða og mynda fuglalífið í eynni. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur leiddi gönguna og kvaðst hann aldrei áður á sínum ferli sem fuglaleiðsögumaður hafa farið fyrir svo stórum hópi. Ungir sem aldnir nutu veðurblíðunnar og göngunnar og í ferðinni sást til fjölmargra tegunda eins og sandlóu, gargandar, dílaskarfs, máfs, jaðrakans, rauðbrystings og svo mætti lengi telja.

Ljóst er að sú nýbreytni að hafa Viðeyjarstofu opna á þriðjudagskvöldum fellur vel í kramið hjá gestum Viðeyjar, sem nutu ljúfra veitinga í kvöldsólinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert