Sökkva í skuldafen

Minnst 35% heimila eru í miklum vanda.
Minnst 35% heimila eru í miklum vanda. Þorkell Þorkelsson

Heimilum í fjárhagsvanda er að fækka en vandi þeirra er að aukast, að sögn Marinós G. Njálssonar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Minnst 35% heimila séu í miklum vanda, en ekki 23% eins og haldið er fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika. Vandinn sé vanmetinn og aðgerðir stjórnvalda ofmetnar.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vitnaði til skýrslunnar á þingi í vikunni og sagði að í stað þess að hrunið hefði fjölgað heimilum í vanda um 9.000, hefði ekkert verið að gert, stefndi í að þeim fjölgaði lítið sem ekkert. Marinó segir lélegt að halda einni tölu á lofti eins og heilögum sannleika, þegar hún sé það ekki.

Í könnun Capacent fyrir Creditinfo sem kynnt var í gær kemur fram að um þriðjungur aðspurðra hefur nýtt sér skuldaúrræði sem stjórnvöld og bankar hafa boðið upp á. Um leið segist meirihluti þess hóps þurfa á meiri aðstoð að halda. Úrræðin duga því í minnihluta tilfella að mati skuldaranna sjálfra.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert