Viðvarandi hætta á eðjuflóði við Svaðbælisá í sumar

Svaðbælisá í ham við Lambafell í gær.
Svaðbælisá í ham við Lambafell í gær. mbl.is/Þorgeir Sigurðsson

Ef það gerir miklar rigningar á Suðurlandi er veruleg hætta á eðjuflóði niður Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Á Svaðbælisheiði er 50-100 cm öskulag og þessi aska getur skriðið fram í rigningum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar Veðurstofunnar létu vinna og send var til almannavarna.

Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að á fyrstu dögum gossins hafi mikið af fínni ösku fallið á suðausturhluta Eyjafjallajökuls. Ofan á það hafi síðan fallið grófari aska. Þessi fínni aska dragi í sig vætu og eigi því auðvelt með að skríða fram. Hann sagði að það þyrfti ekki mikið til að koma þessu öskulagi af stað og því fylgdi þá askan sem lægi ofan á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert