Villa í tollakerfi ESB

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Við yfirferð á markaðsaðgangi fyrir makríl til Evrópusambandsins (ESB) uppgötvaðist villa í tollakerfi ESB varðandi frosin makrílflök. Samkvæmt EES-samningnum og fríverslunarsamningi Íslands og ESB frá árinu 1972 skal útflutningur á frosnum fiskflökum, af öðrum tegundum en ferskvatnsfiskum vera tollfrjáls, að því er segir í fréttatilkynningu.

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa tekið málið upp við framkvæmdastjórn ESB sem hefur leiðrétt villuna afturvirkt frá 1. janúar 2010. Útflutningur á frystum makrílflökum frá Íslandi til ESB er því tollfrjáls. Ef fyrirtæki hafa flutt fryst makrílflök með tolli til ESB fyrir 1. janúar 2010 er viðkomandi aðilum bent á að hafa samband við utanríkisráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert