„Verulega líkur“ á eðjuflóðum

Svaðbælisá í ham við Lambafell.
Svaðbælisá í ham við Lambafell. mbl.is/Þorgeir Sigurðsson

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja „verulega líkur“ á frekari eðjuflóðum niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls. Ekki þurfi mikla rigningu til að koma flóðum af stað svipuðu þeim sem kom í Svaðbælisá 19. maí. Hugsanlegt er að jarðskjálfti geti komið af stað flóði.

„Í ljósi þess hve óstöðugur gjóskustaflinn er og hversu litla úrkomu þarf til þess að koma eðjuflóði af stað teljum við miklar líkur á því að flóð verði á vatnasviðum Svaðbælisár og Laugarár, og að minni flóð geti fallið niður farvegi Holtsár og Kaldaklifsár. Þar sem þykkt gosefna er mest ofan Svaðbælisheiðar teljum við hættu á því að flóð í Svaðbælisá og Laugará geti orðið allstór, þ.e. jafn stór og jafnvel eitthvað stærri en flóðið 19. maí,“ segir í skýrslu Veðurstofunnar.


Ekki þurfti meira en 10mm sólarhringsúrkomu á láglendi til þess að valda flóðinu í Svaðbælisá þann 19. maí. Veðurstofan mun fylgjast með úrkomu og vara Almannavarnayfirvöld við ef spá bendir til þess að svipuð eða meiri úrkoma en þetta sé í vændum. „Ef sólarhringsúrkoma fer yfir 50–100mm teljum við nokkuð víst að eðjuflóð falli. Rétt er að taka fram að vatnsmetta eðjulagið ysjast auðveldlega og því er ekki ólíklegt að jarðskjálfti geti komið af stað eðjuflóðum.
Vert að fylgjast með stórum jarðskjálftum í tengslum við þessa vá, einkum eftir úrkomu.“


Í skýrslunni er tekið fram að þess ber að gæta að þegar eðjuflóðin féllu 19. maí, féll mesta úrkoman á efri hluta jökuls sem snjór og að öllum líkindum hafa gjóskulögin í efri hlíðum verið frosin á þessum tíma. „Með hækkandi sól færist frostlínan ofar og úrkoma mun falla sem rigning fremur en snjór. Því má búast við að töluvert efni úr efri hlíðum jökulsins eigi eftir að gefa eftir og mynda eðjuflóð.“


Hætta á eðjuflóðum niður norðurhlíðar Eyjafjallajökuls er miklu minni en á sunnanverðum jöklinum. Lítið er um fínefni í gjóskulögum norðurhlíðanna og því er ekki sami skriðflötur þar og að sunnan. Efnið í norðurhlíðunum er grófkornóttara og einnig eru lögin ekki eins þykk. Þó má búast við gjóskutaumum og smáskriðum í miklum rigningum.


Þar sem mikla gjósku lagði yfir suðurhlíðarnar neðanverðar má reikna með miklum fjölda lítilla aurskriðna um allt svæðið, einnig úr undirhlíðum fjallsins. Gjósku lagði yfir austur- og suðausturhlíðar jökulsins sem á eftir að skolast niður Kaldaklifsá og Skógaá. Til að vernda samgöngumannvirki þarf að huga að því að hreinsa árfarvegi eftir eðjuflóð eða fyrir mikla úrkomu þar sem mikill aurburður fylgir slíkum flóðum.

Veðurstofan telur að eðjuflóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls geti orðið langvarandi vandamál sem fylgjast þarf vel með næstu mánuði og jafnvel ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

„Hér hristist allt og skalf“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir, sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos, segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugargarðinum. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Subau Outback Lux Plus diesel 2016 til sölu
Subaru Outback Lux Plus diesel, 4x4 sjálfskiptur, ekinn 45 þús. með öllu sem hæ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...