„Verulega líkur“ á eðjuflóðum

Svaðbælisá í ham við Lambafell.
Svaðbælisá í ham við Lambafell. mbl.is/Þorgeir Sigurðsson

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja „verulega líkur“ á frekari eðjuflóðum niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls. Ekki þurfi mikla rigningu til að koma flóðum af stað svipuðu þeim sem kom í Svaðbælisá 19. maí. Hugsanlegt er að jarðskjálfti geti komið af stað flóði.

„Í ljósi þess hve óstöðugur gjóskustaflinn er og hversu litla úrkomu þarf til þess að koma eðjuflóði af stað teljum við miklar líkur á því að flóð verði á vatnasviðum Svaðbælisár og Laugarár, og að minni flóð geti fallið niður farvegi Holtsár og Kaldaklifsár. Þar sem þykkt gosefna er mest ofan Svaðbælisheiðar teljum við hættu á því að flóð í Svaðbælisá og Laugará geti orðið allstór, þ.e. jafn stór og jafnvel eitthvað stærri en flóðið 19. maí,“ segir í skýrslu Veðurstofunnar.


Ekki þurfti meira en 10mm sólarhringsúrkomu á láglendi til þess að valda flóðinu í Svaðbælisá þann 19. maí. Veðurstofan mun fylgjast með úrkomu og vara Almannavarnayfirvöld við ef spá bendir til þess að svipuð eða meiri úrkoma en þetta sé í vændum. „Ef sólarhringsúrkoma fer yfir 50–100mm teljum við nokkuð víst að eðjuflóð falli. Rétt er að taka fram að vatnsmetta eðjulagið ysjast auðveldlega og því er ekki ólíklegt að jarðskjálfti geti komið af stað eðjuflóðum.
Vert að fylgjast með stórum jarðskjálftum í tengslum við þessa vá, einkum eftir úrkomu.“


Í skýrslunni er tekið fram að þess ber að gæta að þegar eðjuflóðin féllu 19. maí, féll mesta úrkoman á efri hluta jökuls sem snjór og að öllum líkindum hafa gjóskulögin í efri hlíðum verið frosin á þessum tíma. „Með hækkandi sól færist frostlínan ofar og úrkoma mun falla sem rigning fremur en snjór. Því má búast við að töluvert efni úr efri hlíðum jökulsins eigi eftir að gefa eftir og mynda eðjuflóð.“


Hætta á eðjuflóðum niður norðurhlíðar Eyjafjallajökuls er miklu minni en á sunnanverðum jöklinum. Lítið er um fínefni í gjóskulögum norðurhlíðanna og því er ekki sami skriðflötur þar og að sunnan. Efnið í norðurhlíðunum er grófkornóttara og einnig eru lögin ekki eins þykk. Þó má búast við gjóskutaumum og smáskriðum í miklum rigningum.


Þar sem mikla gjósku lagði yfir suðurhlíðarnar neðanverðar má reikna með miklum fjölda lítilla aurskriðna um allt svæðið, einnig úr undirhlíðum fjallsins. Gjósku lagði yfir austur- og suðausturhlíðar jökulsins sem á eftir að skolast niður Kaldaklifsá og Skógaá. Til að vernda samgöngumannvirki þarf að huga að því að hreinsa árfarvegi eftir eðjuflóð eða fyrir mikla úrkomu þar sem mikill aurburður fylgir slíkum flóðum.

Veðurstofan telur að eðjuflóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls geti orðið langvarandi vandamál sem fylgjast þarf vel með næstu mánuði og jafnvel ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Gert við gestahús forseta

10:15 Gert er ráð fyrir 32 milljóna króna framlagi í fjárlögum næsta árs vegna viðhaldsframkvæmda á húseigninni að Laufásvegi 72 í Reykjavík, gestahúsi forseta Íslands. Brýnt er að gera við húsið að utanverðu til að fyrirbyggja frekari skemmdir og til að varðveita þær viðgerðir sem þegar hafa verið unnar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...