Ristilskolun kann að valda sníkjudýrum í görnum

Amaba sem þessi kynni að leynast í viðskiptavinum Jónínu
Amaba sem þessi kynni að leynast í viðskiptavinum Jónínu mynd úr safni

Svanur Sigurbjörnsson læknir er sá sem einna harðast hefur haft sig frammi gegn Detox meðferðum Jónínu Benediktsdóttur.  Hann segir að dæmi séu um amöbudsýkingar í görnum eftir ristilskolanir þar sem notast hefur verið við óhreinan tækjabúnað.

 Um er að ræða tegund amaba sem lifa sem sníkjudýr í görnum og geta valdið sárum og blóðugum niðurgangi og í sumum tilfellum komist upp í lifur og tekið sér bólfestu þar.

 Þá bendir hann á að garnarof geti orsakast þegar viðlíka hreinsunarbúnaður er notaður til þess að skola garnir fólks.  Þá berst saur og meðfylgjandi örlífi til annarra líffæra og getur það valdið innvortis sýkingum og jafnvel dauða.

Þess má geta að ristilhreinsanir eru bannaðar í Kaliforníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert