Umsóknin tekin fyrir 17. júní

Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar.
Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar. SEBASTIEN PIRLET

Leiðtogar Evrópusambandsins munu á fundi 17. júní samþykkja að hefja formlegar viðræður við Ísland um aðild að ESB. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, segir að samkomulag liggi fyrir um þetta og það verði formlega staðfest á fundinum 17. júní.

Þetta kemur fram í viðtali við utanríkisráðherrann í Daily Telegraph í dag. Blaðið bendir á að Ísland sé nú þegar aðilar að NATO og Schengen og góðar líkur séu á að Ísland geti orðið aðili að ESB á undan ríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu.

Spánverjar fara núna með formennsku í Evrópusambandinu. Þeir eru áhugasamir um að ákvarðanir um stækkun sambandsins verði tekin í þeirra formennskutíð sem líkur um næstu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert