Jón Gnarr með lyklavöldin

Jón Gnarr, sem tók við borgarstjóraembættinu í dag, tók við lyklum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að loknum borgarstjórnarfundi í dag.

Upplýsingar um nýjan borgarstjóra Reykjavíkur, sem gekk eitt sinn undir nafninu „Jónsi Pönk“ er að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að það sé vilji nýkjörinnar borgarstjórnar að auka samvinnu milli allra flokka og nýta krafta borgarfulltrúa óháð flokkum. Þannig verði haldið áfram með þau vinnubrögð sem fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti lagði grunn að.

Gengið verði skrefinu lengra og muni fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna taka að sér embætti forseta og fyrsta varaforseta borgarstjórnar. Þá muni þeir ennfremur leiða ákveðna starfshópa um ýmis mikilvæg hagsmunamál sem borgarstjórn telji brýnt að unnið verði að í samstarfi allra flokka eins og atvinnumálahóp, sem hafi starfað á síðasta kjörtímabili. Þetta fyrirkomulag sé ákveðið til eins árs í senn. 

mbl.is/Eggert
Jón Gnarr nýr borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr nýr borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert