Ráð sameinuð á fyrsta fundi

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík. mbl.is/Golli

Á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs meirihluta verður kosið um tillögu Besta flokksins og Samfylkingar. Samkvæmt tillögunni verður borgarráði falið verkefni framkvæmda- og eignaráðs, menntaráði verkefni leikskólaráðs, umhverfis- og samgönguráði verkefni heilbrigðisnefndar og velferðarráði verkefni framtalsnefndar.

Þetta kemur fram í dagskrá fundarins sem lögð var fram fyrir stuttu. Á fundinum verður Jón Gnarr kosinn borgarstjóri en einnig fer fram kosning forseta borgarstjórnar og borgarráðsfulltrúa. Þá verður kosið í helstu ráð og stjórnir Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert