Ók drukkin og endaði í hjólastól

Kristín Sigurðardóttir var á leið heim af dansleik þegar hún tók þá örlagaríku ákvörðun að keyra heim þrátt fyrir ölvun. Ökuferðin endaði utan vegar en í dag er Kristín í hjólastól vegna mænuskaða sem hún hlaut í slysinu. Kristín er meðal þeirra sem tekur þátt í átaki Bindindishreyfingarinnar gegn ölvunarakstri sem hleypt var af stökkunum á Players í Kópavogi í dag. 

Ein af ástæðunum fyrir að Players varð fyrir valinu til að kynna átakið er sú freisting sem bíður marga að aka heim eftir að hafa fengið sér öl yfir HM sem nú stendur sem hæst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert