Hafís þokast nær landi

Hafísinn er skammt frá landi.
Hafísinn er skammt frá landi. Mbl.is

Mikill hafís er skammt frá landi þessa stundina. Ísinn er aðeins um 30 sjómílur frá Horni á Ströndum. Þar af er einn gríðarlega stór fleki, sem sjaldgæft er að sýni sig svo nærri landi.

Flestir flekarnir eru nokkrir tugir metra, en einn er um 40 km breiður, að sögn Ingibjargar. Sá var að öllum líkindum fastur við land, en hefur brotnað frá í vor. Ingibjörg segir það sæta tíðindum að svo stórir jakar komi í okkar lögsögu.

Ísinn þokast í austurátt þessa stundina. Ingibjörg segir að á meðan vindáttin er sú sama, eins og spáð er, muni ísinn að öllum líkindum færast nær.

Ingibjörg segir að litlar líkur séu á því að hvítabjörn fljóti með í áttina að landi. Íslendingar hafi þó varann á þessa dagana, enda hvítabirnir skotið upp kollinum reglulega á síðustu árum. Nú síðast sást til bangsa í Þistilfirði.

Ingibjörg segir að ekki nokkur leið sé til þess að greina björninn fyrr en hann komi. Að vísu hafi Danir fylgst náið með hvítabjörnum upp á síðkastið og merkt nokkra í rannsóknarskyni. Þorsteinn Sæmundsson, hjá Náttúrufræðistofu á norðvesturland hefur verið í sambandi við Danina. Þorsteinn segir að Danirnir muni hafa samband um leið og merktur hvítabjörn nálgast land. Það hafa þeir ekki gert nýlega.

Leynist lítill Knútur í hafísnum?
Leynist lítill Knútur í hafísnum? Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert